Þórdís Rúnarsdóttir

Þórdís Rúnarsdóttir

Þórdís sinnir mest einstaklingsmeðferð átraskana, kvíða, depurðar og sjálfsmyndarvanda. Einnig vinnur hún með áföll, kulnun, örmögnun og streitu. Þórdís handleiðir aðra sálfræðinga og heilbrigðisstarfsmenn eins og félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga, fjölskyldumeðferðarfræðinga og lækna.  Einnig er hún verkefnisstjóri forvarnarverkefnisins Sterkari út í lífið.  


Þórdís hefur setið fjölmörg endurmenntunarnámskeið og ráðstefnur og sat í stjórn félags sjálfsstætt starfandi sálfræðinga og fræðslunefnd félagsins.

Helstu meðferðarleiðir sem Þórdís notar eru HAM, ACT, DAM, EMDR og samkenndar- og núvitundarþjálfun.


Hún er einn eigenda sálfræðistofunnar.

 

Þórdís hlaut sérfræðiviðurkenningu landslæknis árið 2017.  

 

Menntun:

2002-2007 California School of Professional Psychology, San Francisco, CA, USA.  Doktorsgráða í klínískri sálfræði (Psy.D).

 

1995-1999 Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland. BA gráða í sálfræði.

 

1990-1994    Menntaskólinn við Sund, Reykjavík, Ísland. Stúdentspróf í félagsvísindum.

 

Klínísk starfsreynsla:

2008-             Rekstur eigin sálfræðistofu

 

2007-2008     Kaiser Permanente Foundation Hospital, San Rafael, CA, USA.

Vann innan átröskunarteymis göngudeildar geðdeildar.  Veitti einnig almenna sálfræðimeðferð á deildinni ásamt vikulegum námskeiðum og meðferðarhópum.  Stýrði áfallateymi deildarinnar einn dag í viku. 

 

2006-2007    Kaiser Permanente Foundation Hospital, Walnut Creek, CA, USA.

Vann innan átröskunarteymis/meðferðardagdeildar og sinnti mest megins einstaklingsmeðferð.  Stýrði auk þess ýmsum vikulegum meðferðarhópum fyrir skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra.

 

2005-2006    Kaiser Permanente Foundation Hospital, Walnut Creek, CA, USA.

Veitti unglingunum með áfengis- og vímuefnavanda og fjölskyldum þeirra sálfræðimeðferð.  Stýrði auk þess ýmisskonar meðferðarhópum og kenndi foreldrafræðslu vikulega.

 

2004-2005    Berkeley Mental Health, Berkeley, CA, USA.

Gekk vaktir með lögreglunni í Berkeley í svokölluðu “Mobile Crisis Team”.  Sá um að meta sálfræðilega virkni einstaklinga og sinna þeim sem þurftu á bráðameðhöndlun að halda til dæmis vegna heimilisofbeldis, sjálfsvígstilrauna, geðrænna erfiðleika og/eða vímuefnaneyslu.    Sá um að aðstoða lögregluna við að tengja heimilslausa og vændiskonur við stuðningsnet.  Veitti einnig einstaklingum með alvarlegar geðraskanir og vímuefnavanda vikulega sálfræðimeðferð. 

 

2003-2004   Xanthos. Inc.  Alameda, CA, USA.

Veitti einstaklingum og pörum almenna sálfræðimeðferð.  Kom einnig að hópmeðferð einstaklinga sem áttu við áfengis og/eða vímuefnavanda að stríða.  Kenndi námskeið um átraskanir og sjálfsmynd í skólum í nágrenninu.

 

2002-2003     Bay Area Women Against Rape, Oakland, CA, USA.

Veitti einstaklingum sem orðið höfðu fyrir kynferðisofbeldi áfallahjálp.  Hitti skjólstæðinga á neyðarmóttöku Highland County Hospital í Oakland, veitti þeim áfallahjálp, stuðning og eftirfylgd.  Fylgdi þeim í gegnum skýrslutöku og sýnatöku.  Vann einnig við að aðstoða fólk sem hringdi í símalínu deildarinnar.

 

Sálfræðingur