Jóhanna Ruth Hólmgrímsdóttir

Jóhanna Ruth Hólmgrímsdóttir

Jóhanna Ruth starfar á Sálfræðistofunni á Höfðabakka. Hún er sálfræðingar með reynslu af meðferðarvinnu fullorðna með vanda vegna áfalla, þunglyndis, kvíða og lágs sjálfsmat. Jafnframt hefur hún reynslu af því að vinna með fullorðnum með margþættan vanda sem hefur haft mjög hamlandi áhrif á lífsgæði þess. Jóhanna Ruth hefur haldið fjölmörg HAM námskeið fyrir fullorðna. Meðferðarleiðir sem Jóhanna Ruth notar er HAM og hefur hún sérhæft sig í CPT við áfallastreituröskun. Áhugasvið í meðferð er áfallastreituröskun, tilfinningavandi, félagskvíði, ofsakvíði, almenn kvíðaröskun, þráhyggjuárátturöskun, heilsukvíði og þunglyndi. Hún hefur einnig reynslu í því að vinna með fullorðnum í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða.

 

Menntun
Fjölmörg endurmenntunarnámskeið frá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Ráðstefnur og vinnustofur hérlendis og erlendis.
Meistaragráða í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
BA-gráða í sálfræði við Háskólann á Akureyri.

 

Störf
2021 – Sálfræðingur hjá Sálfræðistofunni Höfðabakka
2018 – Sálfræðingur í geðteymi og geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
2018 – Starfsnám á Reykjalundi
2017 – Starfsnám á Heilsugæslu Mosfellsbæjar
2017 – Starfsnám á Hvítabandi



Verkefni
Jóhanna Ruth hefur leyst tímabundið af sem teymisstjóri geðteymis HSS og hefur hún því sinnt hinum ýmsu störfum sem fylgir því. Hún heldur regluleg HAM námskeið við lágu sjálfsmati, kvíða, þunglyndi og verkjum.​

Sálfræðingur