Guðrún Ingólfsdóttir
Guðrún sinnir almennri sálfræðiþjónustu fullorðinna. Hún veitir ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við almennri vanlíðan, streitutengdum vanda og kulnun, lágu sjálfsmati, kvíða, þunglyndi, lífsstílsvanda, samskiptavanda og endurhæfingu vegna veikinda. Auk einstaklingsvinnu kemur Guðrún að námskeiðum og fyrirlestrum fyrir hópa og heldur reglulega námskeiðið: ,,Jákvæð sjálfsmynd með samkennd.“
Menntun
Guðrún lauk Cand.psych prófi í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014, MPH prófi í lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og BA prófi í sálfræði frá Alliant International University í San Diego, Kaliforníu árið 2007. Einnig hefur hún sótt fjölda námskeiða og ráðstefna sem tengjast starfinu, bæði hérlendis og erlendis.
Meðferðarnálganir
Þær meðferðarnálganir sem Guðrún styðst við eru: Samkenndarsálfræði (Compassion Focused Therapy), Hugræn atferlismeðferð (HAM), Acceptance and Commitment Therapy (ACT), núvitundarnálgun og EMDR.
Félagsstarf
Guðrún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Hún var í fræðslunefnd Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga á árunum 2014-2016.
Ritrýndar greinar:
Ingolfsdottir, G., Asgeirsdottir, B. B., Gunnarsdottir, Th., and Bjornsson, A. (2014). Changes in body image and dieting among 16-19 year-old Icelandic students from 2000 to 2010. Body Image, 11, 364-369.
Asgeirsdottir, B. B., Ingolfsdottir, G., and, Sigfusdottir, I. D. (2012). Body image trends among Icelandic adolescents: A cross-sectional national study from 1997 to 2009. Body Image, 9, 404-408.
Sálfræðingur