Guðný Eyþórsdóttir

Guðný Eyþórsdóttir

Guðný býður upp á almenna meðferð og ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Hún hefur lokið námi í fjölskyldumeðferðarfræðum frá Endurmenntun Háskóla íslands. Auk þess að starfa sem fjölskylduráðgjafi er Guðný löggildur náms- og starfsráðgjafi og hefur unnið sem slíkur til fjölda ára og hefur því mikla reynslu af því að vinna með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. Í pararmeðferð leggur hún áherslu á að efla tengsl, auka nánd og bæta traust. Sérhæfing hennar er tengslamiðuð og í meðferðarvinnu sinni notar hún m.a. aðferðarfræði tengda Emotional Focused Therapy, Solution Focused Therapy og Narrative Therapy.

Guðný sinnir;

  • Einstaklingsmeðferð
  • Parameðferð
  • Fjölskyldumeðferð
  • Uppeldisráðgjöf
  • Samskiptavanda
  • Tengslavanda
  • Erfileikum tengdum námi eða skólasókn

 

Menntun:

B.A próf í uppeldis- og menntunarfræði (2009)

M.A próf í náms- og starfsráðgjöf (2014)

Diplómanám á meistarastigi í Fjölskyldumeðferðarfræðum (2024)

 

Guðný býður einnig upp á það að taka við skjólstæðingum seinniparta/kvöld þegar slíkt hentar.

 

Fjölskyldufræðingur