Ester María Ólafsdóttir

Ester María Ólafsdóttir

Ester vinnur með kvíða, lágt sjálfsmat og þunglyndi en hefur einnig áhuga á fíknitengdum vanda, átröskunum, offitu, tengslavanda og áföllum. 

Menntun

B.S. gráða í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2016. 

B.S. gráða í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2019.

M.S. gráða í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2024.

 

Hún var í starfsþjálfun hjá Heilsubrú þar sem hún sinnti einstaklingsmeðferð fyrir mæðravernd. Auk þess var hún í starfsþjálfun hjá SÁÁ þar sem hún sinnti einstaklingsmeðferð fyrir fólk með vímuefnavanda. 

 

M.S. verkefni í klínískri sálfræði: Internet-based Cognitive Therapy for Depression: Treatment Efficacy and Dropout. 

 

B.S. verkefni í sálfræði: Orthorexia Nervosa: Relationship with Eating Disorders, OCD and Health Anxiety.

Sálfræðingur