Ásdís Eyþórsdóttir

Ásdís Eyþórsdóttir

Ásdís sinnir almennri einstaklingsmeðferð fyrir börn, ungt fólk og fullorðna. Ásdís vinnur helst með kvíða, þunglyndi, sjálfstyrkingu og tilfinningavanda. Ásdís vinnur útfrá stefnum HAM, ACT og DAM.

 

Menntun Ásdís lauk B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 2003, Diplómanámi í Starfstengdri siðfræði 2004 og síðan Cand. Psych. gráðu í sálfræði frá Árósa Háskóla í Danmörk 2006. Hún lauk tveggja ára námi í hugrænni atferlismeðferð 2008. Þá hefur Ásdís setið fjölda námskeiða og ráðstefna í gegnum tíðina til að efla þekkingu og styrkja sig í starfi.

 

 

Starfsreynsla

Ásdís hefur starfað á Landspítala frá árinu 2006. Frá 2006-2010 starfaði hún á göngudeild geðsviðs Hringbraut en frá 2010 hefur hún starfað á göngudeild BUGL við greiningu og meðferð barna og unglinga. Ásdís rak eigin sálfræðistofu í hlutastarfi með hléum frá 2007 þar sem hún sinnti aðallega sálfræðimeðferð fullorðinna.

 

Trúnaðarstörf

Ásdís er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands Ásdís hefur setið í Siðanefnd Sálfræðingafélags Íslands frá 2008- 2019.

Þar af sem formaður siðanefndar Sálfræðingafélags Íslands frá 2015-2019.

Fulltrúi Sálfræðingafélags Íslands í siðanefnd EFPA 2016-2019

Sálfræðingur