Sterkari út í lífið er verkefni hefur það að markmiði að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga með aðferðum sálfræðinnar. Vefsíða verkefnisins inniheldur fróðleik og fjöldan allan af verkfærum sem auðvelda foreldrum að taka á þessu heima. Allt efni á síðunni er þróað af fagfólki. Um er að ræða verkefni sem aðstoða við tilfinningalæsi, tengsl hugsana og tilfinninga, gagnrýna hugsun, líkamsmynd, núvitund og hugarró, alls konar bjargráð við streitu, félagsfærni osfrv.
Fylgjast má með fréttum af verkefninu á Facebooksíðu þess og öðrum samfélagsmiðlum.
Sálfræðistofan Höfðabakka er framkvæmdaraðili verkefnisins og verkefnisstjórar eru Þórdís Rúnarsdóttir, Aldís Eva Friðriksdóttir og Hrafnkatla Agnarsdóttir sálfræðingar. Á vefsíðunni má finna nánari upplýsingar um samstarfsaðila og framkvæmdahóp. Verkefnið hefur m.a. hlotið styrki frá Reykjavíkurborg, Garðabæ, Hafnarfirði, VR, Landsvirkjun, Landlæknisembættinu og Landsbankanum.
Helstu samstarfsaðilar eru: