Meðferð barna og unglinga / uppeldisráðgjöf

Boðið er upp á meðferð fyrir börn og ungmenni við tilfinningavanda, reiðivanda, hegðunarvanda og fleira. Þá er boðið upp á uppeldisráðgjöf til foreldra. 

Meðferðin er aðlöguð að getu og þroska barnsins og notast er við aðferðir sem sýnt hefur verið fram á að gagnist best við vanda þess. Þetta eru m.a. aðferðir eins og hugræn atferlismeðferð, atferlismótun og núvitund. 

 

Meðferð barna og ungmenna fer ávallt fram í samráði við foreldra barnsins. Stundum eru börnin ein hjá sálfræðingnum en stundum eru foreldrar með og fer það mikið eftir aldri og þroska barnsins. Þá getur meðferðin verið í formi ráðgjafar til foreldra svo hægt sé að aðlaga umhverfi barnsins og þannig mæta þörfum þess sem best.

 

Uppeldisráðgjöf getur komið til vegna ýmis konar vanda sem foreldrar geta staðið frammi fyrir í uppeldi barna sinna.  Hún getur verið gagnleg ein og sér til að koma í veg fyrir að vandi sem komin er upp vaxi en einnig getur hún verið liður í heildrænna inngripi.  

 

Einnig rekum við í samvinnu við fjölmarga aðra fagaðila forvarnarverkefnið Sterkari út í lífið.  Á vefsíðu þess verkefnis er að finna ýmis konar fróðleik og fjöldan allan af verkfærum til að byggja upp sjálfsmynd barna og unglinga heima fyrir.  ​