Fyrsta heimsókn til okkar

Í fyrsta viðtali mun sálfræðingur þinn spyrja þig spurninga um þína sögu og þann vanda sem þú vilt vinna með. Stundum þarf fleiri en einn tíma til að fá góða mynd af því hvert skal stefna. Þú gætir farið heim úr fyrsta viðtali með skimunarlista sem þú fyllir þá út heima og kemur svo með í næsta viðtal. Í meðferðarvinnu er lögð áhersla á að byggja upp góð tengsl og það að vinna í samvinnu í átt að skýrum markmiðum. Þú og sálfræðingur þinn búið því til meðferðaráætlun í sameiningu og endurskoðið hana eftir þörfum.



Greitt er hjá ritara og hvert viðtal er að jafnaði 50 mínútur. Flest stéttarfélög niðurgreiða þessa þjónustu fyrir sína félagsmenn.  

 

Það er mjög mismunandi hvað sálfræðimeðferð tekur langan tíma, það fer meðal annars eftir eðli vandans.  Einnig er mismunandi hversu oft þú kemur í mánuði - oftast er um að ræða viðtöl á tveggja til þriggja vikna fresti.  


Hafðu hugfast að sálfræðingar fylgja trúnaðarskyldu eins og fjallað er um í lögum um heilbrigðisstarfsfólk.  Farið er með allar upplýsingar sem þú veitir sem trúnaðarupplýsingar og þær varðveittar sem slíkar.

 

Mikilvægt er að skoða vel kort eða horfa á drónamyndbandið áður en komið er í fyrsta tíma.  

Höfðabakki 9 eru tvær byggingar.  Hér má sjá nánari leiðbeiningar um hvar okkar inngangur er:  Hvar erum við?

Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu

Flest stéttarfélög niðurgreiða þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Kynntu þér hvaða styrkir eru í boði hjá þínu stéttarfélagi og hvaða reglur gilda um endurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Að auki aðstoðar félagsþjónusta sveitarfélaga í mörgum tilfellum við að niðurgreiða kostnaðinn.