Einstaklingsmeðferð
Boðið er upp á einstaklingsmeðferð sem tekur til dæmis á depurð, kvíða, streitu, kulnun, átröskunum, áföllum, sjálfsmyndarvanda og ýmsum erfiðum upplifunum. Í upphafi meðferðar er vandinn greindur og meðferðaráætlun búin til í kjölfarið. Oftast er lögð fyrir einhver heimavinna milli meðferðartíma til að auka árangur. Allar ákvarðanir um slíkt eru teknar í samráði við skjólstæðinginn.
Sálfræðimeðferð miðar fyrst og fremst að því að auka lífsgæði þess sem hana sækir. Reynt er að aðstoða skjólstæðing við að öðlast skilning og betri stjórn á lífi sínu og aðstæðum. Markmiðið er að finna lausnir á vanda sem hefur fest sig í sessi og sem skjólstæðingur hefur ákveðið að leysa á markvissan hátt.
Eingöngu er notast við gagnreyndar meðferðir - sem sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að virka. Dæmi um þær meðferðarleiðir sem okkar fagfólk notar eru:
- Hugræn atferlismeðferð - (HAM).
- Acceptance and committment therapy (ACT).
- EMDR áfallameðferð.
- Samkenndarmeðferð (Self-Compassion therapy).
- Núvitundarþjálfun.
- Díalektísk atferlismeðferð (DBT).
- Hugræn berskjöldunarmeðferð (CPT).
- Tilfinningamiðuð parameðferð (EFT).
- Sáttamiðlun.