Þjónusta
-
Einstaklingsmeðferð
Boðið er upp á einstaklingsmeðferð sem meðhöndlar til dæmis depurð, kvíða, streitu, kulnun, átröskunum, áföllum og sjálfsmyndarvanda.
-
Fjölskyldu- og parameðferð
Boðið er upp á para- og fjölskyldumeðferð fyrir fólk sem á við vanda að stríða varðandi samskipti og tengsl við sína nánustu.
-
Meðferð barna og unglinga / uppeldisráðgjöf
Boðið er upp á meðferð fyrir börn og ungmenni við tilfinningavanda, reiðivanda, hegðunarvanda og einnig uppeldisráðgjöf til foreldra.
-
Handleiðsla heilbrigðisstarfsfólks
Boðið er upp á handleiðslu fyrir annað fagfólk, sálfræðinga, lækna, geðhjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa ásamt beinni klínískri handleiðslu.
Sálfræðistofan
Sálfræðistofan Höfðabakka sinnir greiningu sálræns vanda og meðferð einstaklinga, para og fjölskyldna. Við bjóðum upp á fjölbreytta fagþekkingu og meðferðarstarf sem veitt er af reynslumiklum sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Auk sálfræðimeðferðar veitum við ýmisskonar ráðgjöf og fræðslu sem og handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks og nema. Lögð er áhersla á að veita skjóta og faglega þjónustu.
Ítarlegri upplýsingar um sérhæfingu og reynslu hvers og eins getur þú fengið með að smella á mynd þeirra undir hlekknum "Starfsfólk".