Móttaka og skiptiborð lokuð um hátíðarnar
Móttakan og skiptiborðið verður lokað um hátíðarnar frá og með mánudeginum 23 desember en opnum aftur fimmtudaginn 2 janúar.
Ef þú átt bókaðan tíma á tímabilinu en þarft að afbóka eða breyta getur þú sent tölvupóst á viðkomandi starfsmann sem hægt er að finna hér https://www.salfraedistofan.is/um-okkur/starfsfolk/ .
Takk fyrir og gleðilega hátíð.
Sálfræðistofan Höfðabakka
Sálfræðistofan Höfðabakka sinnir greiningu og meðferð við sálrænum vanda barna, unglinga og fullorðinna. Einnig sinnum við fjölskyldu- og parameðferð, handleiðslu og ýmiskonar námskeiðshaldi. Við bjóðum upp á fjölbreytta fagþekkingu og meðferðarstarf sem veitt er af reynslumiklum sálfræðingum og öðrum fagstéttum.
Hafa sambandÞjónusta
-
Einstaklingsmeðferð
Boðið er upp á einstaklingsmeðferð sem tekur til dæmis á depurð, kvíða, streitu, kulnun, átröskunum, áföllum, sjálfsmyndarvanda og erfiðum upplifunum.
-
Fjölskyldu- og parameðferð
Boðið er upp á fjölskyldumeðferð fyrir fólk sem á við vanda að stríða varðandi samskipti og tengsl við sína nánustu.
-
Meðferð barna og unglinga / uppeldisráðgjöf
Boðið er upp á meðferð fyrir börn og ungmenni sem eiga við tilfinningavanda og/eða hegðunarvanda að stríða - ásamt uppeldisráðgjöf til foreldra.
-
Handleiðsla heilbrigðisstarfsfólks
Boðið er upp á handleiðslu fyrir fagfólk eins og sálfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa ásamt annarri almennri handleiðslu.
-
Fyrsti viðtalstíminn
Í meðferðarvinnu er lögð áhersla á að byggja upp góð tengsl og að vinna í samvinnu í átt að skýrum markmiðum.